Lakavegur illfær vegna vatnselgs

Lakavegur er hálfófær vegna vatnavaxta í Geirlandsá, að sögn lögreglunnar á Kirkjubæjarklaustri.

Björgunarsveitin Kyndill hefur þurft að losa tvær bifreiðar úr vatnselg í ánni, annars vegar stóran pallbíl og hins vegar áætlunarbíl.

Vegagerðin er að meta hvort loka þurfi veginum en lögreglan á Kirkjubæjarklaustri mælir ekki með því að fólk fari um hann nema á mikið breyttum og vel útbúnum jeppum.

Fyrri greinVel heppnaður frjálsíþróttaskóli
Næsta greinOpnun Fontana seinkar enn