Lakari veiði en síðustu ár í Veiðivötnum

Ning De Jesus með þyngsta fisk sumarsins í Veiðivötnum, 13,6 punda urriða úr  Grænavatni. Ljósmynd/Bryndís Magnúsdóttir

Stangveiðitímanum í Veiðivötnum lauk í gær, þann 19. ágúst. Veiðin í ár var mun lakari en síðustu ár, en svipuð og á árunum 2014 og 2015.

Alls veiddust 17.570 fiskar á stangveiðitímanum í sumar, 7.936 urriðar og 9.634 bleikjur.

Flestir fiskar komu á land í Snjóölduvatni. Þar veiddust 5.293 fiskar í sumar, mest bleikja. Í Litlasjó fengust 3.042 urriðar. Þetta er talsvert lakari veiði í Litlasjó en undanfarin ár. Þetta kom á óvart, því samkvæmt rannsóknum fiskifræðinga er mikið af fiski í Litlasjó, en af einhverjum ástæðum tók hann illa.

Besta meðalþyngd afla í sumar var í Arnarpolli, 2,67 pund og í Grænavatni 2,39 pund. Þyngsti fiskur sumarsins veiddist í Grænavatni, 13,56 punda urriði.

Fyrri greinStöðvaður tvívegis fyrir hraðakstur – með tuttugu mínútna millibili
Næsta greinSelfoss-KR frestað vegna smits hjá KR