Lagning Ljósveitu að hefjast í Þorlákshöfn

Á næstu dögum munu Míla og TRS á Selfossi hefjast handa við lagningu Ljósveitu í Þorlákshöfn. Settir verða upp götuskápar í hverfum sem svo verða tengdir á ljósleiðara.

Framkvæmdunum mun fylgja eitthvað jarðrask í götum, þar sem koma þarf fyrir ljósleiðaralögnum til götuskápa. Sjaldnast er þörf á framkvæmdum hjá endanotendum vegna Ljósveitunnar, því með nútímatækni eru nýttar fyrirliggjandi lagnir til að tengja heimilin við götuskápa sem svo eru tengdir ljósleiðara.

Áætlað er að lagningu til allra heimila í Þorlákshöfn verði lokið í haust og þá verða íbúar Þorlákshafnar komnir meða möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu hjá sínum þjónustuaðila. Míla starfar eingöngu á heildsölumarkaði og veitir öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að kerfum sínum.

Ljósveitan er opið aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta haft aðgang að. Með tilkomu Ljósveitu Mílu fá íbúar möguleika á mjög svo auknum internethraða, allt að 50 Mb/s til heimilis og 25 Mb/s frá heimili.

Fyrri greinGlæsilegur hópur fer á Eurogym
Næsta greinBæjarstjórinn með 1,1 milljón á mánuði