Lágflug og umferð um varplandið bönnuð

Umhverfisstofnun vill minna á að nú hefur takmörkun lágflugs yfir friðlandinu í Þjórsárverum tekið gildi en samkvæmt reglum um friðlandið er flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu utan jökuls óheimil á tímabilinu 10. maí til 10. ágúst.

Þjórsárver voru gerð að friðlandi árið 1981 en þau eru eitt víðáttumesta gróðurlendi miðhálendisins og er þar að finna einn helsta varpstað heiðargæsa í heiminum.

Svæðið er einnig verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi samkvæmt Ramsarsamningnum. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er öll umferð á jörðu niðri um varplönd heiðargæsa bönnuð.

Fyrri greinAfinn sleginn af
Næsta grein„Engin krúttleg Disneyföt“