Lágengi fallegasta gatan í Árborg

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og umhverfisnefndar Árborgar og Björg Agnarsdóttir, nefndarkona, afhentu þeim Jóni og Leví Snæ blómvönd fyrir hönd íbúa í götunni. Leví Snær fékk aðstoð frá ömmu sinni og mömmu við að afhjúpa skiltið, þeim Lindu Björk Friðriksdóttur og Helenu Ýr Pedersen Bogadóttur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lágengi á Selfossi er fallegasta gatan í Árborg 2022 en íbúar götunnar fengu umhverfisviðurkenningu sveitarfélagsins afhenta síðdegis í dag.

Það er umhverfisnefnd Árborgar sem veitir viðurkenninguna en nokkrar götur voru tilnefndar og voru nefndarmenn á einu máli um að Lágengi skyldi hljóta viðurkenninguna í ár. Að mati nefndarinnar eru margir fallegir og vel hirtir garðar við götuna.

Elsti og yngsti íbúinn í götunni, þeir Jón Ólafsson fæddur 1931 og Leví Snær Pedersen fæddur 2020, fengu blómvendi og þeir afhjúpuðu síðan farandskilti sem sett hefur verið upp á ljósastaur fremst í götunni. Þetta er í annað sinn sem Lágengi hlýtur þessi verðlaun, síðast árið 2007.

Jón og Leví Snær afhjúpa skiltið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Íbúar í Lágenginu tóku glaðir á móti viðurkenningunni og þeir voru að sjálfsögðu búnir að merkja götuna í tilefni af bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinGengið í kringum miðbæinn
Næsta greinHlynur lék vel á öðrum keppnisdegi