Lækkar verð á eittþúsund vörutegundum

„Við erum í sjálfu sér ekki að breyta Kjarval í Krónuna en erum samt að gera heilmiklar breytingar sem felast í því að allar mjólkurvörur, svo sem ostur og smjör og almennar mjólkurvörur verða á Krónuverði,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar.

Vöruverð í þeim sex Kjarvalsverslunum sem eru á Suðurlandi hefur verið lækkað til samræmis við Krónuverð á sexhundruð vörunúmerum en á næstu vikum verða þau komin í eitt þúsund.

„Nú þegar, erum við að pakka fersku kjöti á Selfossi sem er á Krónuverði í öllum verslunum Kjarvals. Þá ætlum við að bæta okkur talsvert í allri ferskri vöru svo sem ávöxtum grænmeti, kjöti og hraðréttum,“ bætir Kristinn við.

Verslanir Kjarvals eru á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli, Hellu, Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum.

Fyrri grein„Ég er eiginlega hissa“
Næsta greinNý gisti­álma byggð í sum­ar