Lækkaður hámarkshraði á Suðurlandsvegi

Vegna vegavinnu á þjóðvegi 1 milli Hellu og Hvolsvallar er hámarkshraðinn nú tekinn niður í 50 km/klst nánast alla leið.

Lögreglan á Hvolsvelli segir mikilvægt að vegfarendur virði hámarkshraðann þar sem verið er að leggja olíumöl á veginn.

Mikið er af lausri möl á veginum og sé ekið hraðar getur það valdið skemmdum á lakki og rúðum annarra sem og eigin bifreiðar.

Fyrri greinTvær sunnlenskar áhafnir í Rally Reykjavík
Næsta greinLjósleiðari slitinn – viðgerð lokið