Lægri þrýstingur á heita vatninu

Vegna viðhalds á miðlunargeymi má búast við lægri þrýstingi á heitu vatni hjá Selfossveitum dagana 11. til 15.ágúst.

Einnig er mun meira gas í vatninu þar sem því er dælt beint af vinnslusvæði inn á dreifikerfið framhjá miðlunargeymi.
Neytendum er því bent á að vera á varðbergi og lofttæma húsveitur, sérstaklega þarf að huga að gólfhita kerfum með uppblöndun því loft á þeim kerfum getur skaðað hringrásardælur.
Þetta ástand getur verið viðvarandi næstu 1-2 vikur. Selfossveitur biðja notendur og húseigendur að sýna skilning og þolinmæði og leita upplýsinga hjá Selfossveitum varðandi vandamál sem upp koma.
Fyrri greinLítil sem enginn netaveiði í Ölfusá
Næsta greinStolinn bíll frá Selfossi fannst á Dalvík