Kynntu sér fráveitumál í Rangárþingi ytra

Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurland ásamt ráðgjöfum og tæknimönnum heimsóttu forsvarsmenn Rangárþings ytra í síðustu viku í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag fráveitumála í sveitarfélaginu.

Guðni G. Kristinsson, umsjónarmaður veitumála Rangárþings ytra og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, tóku á móti hópnum og fræddu hann um fráveitumál í sveitarfélaginu.

Meðal annars var farið í skoðunarferð í hreinsistöð sem sett var upp við Ytri-Rangá síðsumars 2012 en Árborgarar huga nú að byggingu hreinsistöðvar í sveitarfélaginu.

Fyrri greinFljúgandi furðuhlutur sveimaði yfir Hellu
Næsta greinÖrugg byrjun hjá Hamri