Kynningarfundur um nýja Ölfusárbrú – Beint streymi

Nýja brúin á Ölfusá verðu 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju. Mynd/Vegagerðin

Vegagerðin heldur opinn kynningarfund í Norðursal Hótel Selfoss í dag kl. 10:00, um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu Hringvegur um Ölfusá.

Verkefnið felur í sér færslu Suðurlandsvegar norður fyrir Selfoss með byggingu nýrrar brúar á Ölfusá við Efri-Laugardælaeyju.

Fundurinn er í beinu streymi hér fyrir neðan. Fyrirspurnir má senda inn í gegnum síðuna slido.com með aðgangsorðinu #olfusarbru

Fyrri greinStella fær frábærar viðtökur
Næsta greinGuðrún ráðin yfirlæknir geðlækninga á HSU