Nýsköpunarsjóðurinn Kría hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra.
Kynningarfundur um fjárfestingaátakið verður haldinn hjá Háskólafélagi Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi fimmtudaginn 2. október kl. 8:30.
Valdimar Halldórsson, fjárfestingastjóri hjá NSK, mun kynna átakið og fara yfir umsóknarferlið áður en Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea, segir frá félaginu og sinni reynslu frá átakinu 2023. Þá mun Jón Ingi Bergsteinsson, formaður IceBan – Samtökum íslenskra englafjárfesta, segja frá félaginu áður en opnað verður fyrir spurningar.

