Kynningarfundur á Klaustri

Framkvæmdaráð um Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri boðar til almenns kynningarfundar í Kirkjuhvoli í kvöld kl. 20:30.

Þar verður kynnt verkefnið „Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri“ og frumdrög að byggingu þess. Hugmyndin um Þekkingarsetrið miðar að því efla mannlíf í Skaftárhreppi með því að sameina þekkingar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu undir einu þaki.

Allir velunnarar og áhugaaðilar um verkefnið eru boðnir velkomnir á fundinn til að kynna sér framsýnar hugmyndir.

Í framkvæmdaráði um Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri sitja Jóna Sigurbjartsdóttir Skaftárhreppi, Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarði og Ólafía Jakobsdóttir Kirkjubæjarstofu.