Kynningarfundir Samfylkingar fyrir flokksval

Kynningarfundir með frambjóðendum í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmis verða haldnir á fjórum stöðum í kjördæminu og er fyrsti fundurinn í kvöld á Selfossi.

Fundurinn á Selfossi er í Samfylkingarsalnum Eyravegi 15 kl. 20.

Á laugardag er fundur á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum kl. 14 og á sunnudag í Pakkhúsinu á Höfn kl. 13. Síðasti fundurinn er svo á mánudag í Samfylkingarsalnum Víkurbraut 13 í Reykjanesbæ kl. 20.

Fundirnir eru öllum opnir.

Flokksvalið, sem flokksfélagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar geta tekið þátt í, fer fram rafrænt 16. og 17. nóvember. Hægt er að skrá sig í flokkinn eða sem stuðningsmaður á samfylking.is undir „Taktu þátt“ fram til miðnættis fimmtudaginn 8. nóvember.

Fyrri greinOpið hús á Sólvöllum á sunnudaginn
Næsta greinLanólín í Ullarvinnslunni