Kynning á atvinnuflugmannsnámi á Selfossi

Flugakademía Keilis verður með kynningu á atvinnuflugmannsnámi á Selfossflugvelli þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20 – 22.

Hægt verður að fræðast um fyrirkomulag námsins og aðstöðu skólans, ásamt umsóknarferli og lánafyrirkomulag.

Fulltrúar skólans verða á svæðinu, auk þess sem hægt verður að skoða Diamond DA-20 kennsluvélar skólans. Kaffiveitingar.

Allir eru velkomnir en áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á tor@keilir.net.

Fyrri grein„Erum gáttuð á viðtökunum“
Næsta greinBoð frá neyðarsendi að Fjallabaki