Kýldi í gegnum rúðu og baðst afsökunar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um fjórar líkamsárásir um síðustu helgi. Allar voru þær minniháttar og áverkar litlir.

Málin eru á frumstigi rannsóknar og formleg kæra hefur ekki verið lögð fram í nema hluta þeirra, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Þá var eitt rúðubrot tilkynnt um helgina. Gerandinn fannst á vettvangi og kannaðist við að hafa slegið í gegn um rúðuna. Hann baðst afsökunar á athæfi sínu. Rúðubrjóturinn skarst á hendi við höggið en hann neitaði aðhlynningu eða aðstoð vegna þess.

Fyrri grein„Stoltur, auðmjúkur og gríðarlega spenntur“
Næsta greinNý Oddabrú sameinar samfélag í Rangárþingi