Kvótaniðurskurður í Þorlákshöfn

Að sögn Ármanns Einarssonar, framkvæmdastjóra Auðbjargar/Atlantshumars í Þorlákshöfn, er mikil óánægja með kvótaákvörðun næsta árs eins og hún liggur fyrir núna.

Sérstaklega sagði hann vont hvernig veiði á kolastofninum er skorin niður sem kemur illa við útgerðina í Þorlákshöfn sem hefur veitt talsvert af kola.

Ármann sagði að niður­skurðurinn byggðist á miskilningi þar sem menn teldu að minni sókn í kola stafaði af minnkandi veiðistofni.

,,Okkar útgerð hefur veitt um 70 tonn af skrápflúru sem er ekki nema lítið hlutfall af stofninum. Menn hafa hins vegar lesið úr því minnkandi stofn.“ Sömuleiðis hefur útgerð Ármanns verið stór í langlúru.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinViktor Unnar í Selfoss
Næsta greinBeygði frá kind og valt