Kvöldvaka á bryggjunni í kvöld

Hin árlega Bryggjuhátíð á Stokkseyri verður sett í kvöld kl. 20:30 á Stokkseyrarbryggju. Hátíðinni lýkur á sunnudag.

Á kvöldvökunni á bryggjunni í kvöld munu BMX Brós leika listir sínar, von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar og Ingó Veðurguð mun stýra fjöldasöng. Brennan verður á sínum stað, blys og reykur.

Í kvöld verður ball á Draugabarnum með Pabba og prinsinum, Labba og Bassa og á laugardagskvöld munu Ingó og Veðurguðirnir halda uppi stemmningunni langt fram á nótt.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá á vef Árborgar.

Fyrri greinHættulegar snjóhengjur í Veiðivötnum
Næsta greinVeiðin glæðist í Ölfusá