Kvöldganga og fýlseggjaveisla

Ferðafélag Mýrdælinga stóð fyrir göngu á Hjörleifshöfða í gærkvöldi. Um 40 manns mættu í gönguna þar sem Þórir N. Kjartansson sá um leiðsögn.

Eftir gönguna buðu nokkrir félagar upp á fýlsegg í Gígjagjá sem er sunnan undir höfðanum. Það voru Grétar Einarsson, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Þór Jónsson sem buðu upp á fýlseggjaveisluna.

Fleiri göngur eru framundan hjá félaginu eins og sjá má á www.myrdalur.com

fylseggjaveisla170512sh_593053499.jpg
Fýlseggjaveislan í Gígagjá. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Fyrri greinMugison á lokakvöldi Vetrartónleika-raðarinnar
Næsta greinSelfoss mætir Njarðvík í bikarnum