Kvöldganga í Tumastaðaskógi

Ljósmynd/Aðsend

Í kvöld, föstudagskvöld klukkan 20, mun Þorsteinn Jónsson verkstjóri, þúsundþjalasmiður og Fljótshlíðingur leiða kvöldgöngu í Tumastaðaskógi í Fljótshlíð.

Þorsteinn mun segja gestum frá sögu Tungu- og Tumastaðaskóga en hann hefur stýrt öllum þeim framkvæmdum sem hafa verið unnar í skógunum í sumar á vegum Rangárþings eystra. Með honum hafa verið ungmenni í sumarvinnu og hafa þau hreinsað og fegrað svæðið ásamt því að gera göngu- og hjólaleiðir. 

Þorsteinn er einstaklega skemmtilegur sögumaður og þekkir skógasvæðið og sögu þess vel. Lagt verður af stað frá verkstæðinu á Tumastöðum, þar má leggja bílum en einnig má leggja bílum á nýju bílastæðin.

Allir eru velkomnir í góða kvöldgöngu.

Fyrri greinFyrsti sigur Hamars í deildinni
Næsta greinFyrrverandi gjaldkeri BFÁ dæmdur í 12 mánaða fangelsi