Kviknaði í út frá símabúnaði

Í gærkvöldi kom upp eldur í hlöðu á bæ undir Eyjafjöllum. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins sem er talinn hafa komið upp í símabúnaði sem er hýstur í hlöðunni.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi en ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af. Það er þó ekki talið verulegt.

Fyrri greinKannabisræktun upprætt á Selfossi
Næsta greinDagbók lögreglu: Ekið á kyrrstæða bíla