Kviknaði í út frá rafmagni

Eldsupptök í sumarbústaðnum sem brann í Efstadalsskógi í síðustu viku voru út frá rafmagni.

Enginn var í bústaðnum og hafði ekki verið um tíma. Bústaðurinn er mikið skemmdur að innan.

Fulltrúi Mannvirkjastofnunar kom að rannsókn eldsupptaka ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og er talið að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni.