Kviknaði í blaðabunka á eldavél

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi fékk boð um eld í þjónustuíbúðum fatlaðra við Vallholt 12-14 á Selfossi kl. 16:30 í dag en kviknað hafði eldur á eldavél.

Blaðabunki hafði verið skilinn eftir á eldavélinni og kviknaði eldur í honum. Húsráðendur höfðu slökkt eldinn þegar slökkviliðið bar að garði en slökkviliðsmenn reykræstu húsið.