Kviknaði í bíl eftir veltu

Mikil mildi var að ekki skildi fara verr þegar að bifreið valt við vatnsverksmiðjuna að Hlíðarenda í Ölfusi síðdegis í gær, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í henni.

Tvennt var í bílnum og slapp fólkið án teljandi meiðsla.

Eldur kom upp í bílnum skömmu eftir að hann valt og varð hann alelda á skömmum tíma.

Slökkviliðsmenn frá slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn voru kallaðir á staðinn og slökktu þeir eldinn.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Innbrot í Odda
Næsta greinGuðbjörg og Ninna Sif ráðnar í Selfosskirkju