Kvennaskólatorg í Hveragerði

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi hefur bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkt að torgið í miðbæ Hveragerðis fái nafnið Kvennaskólatorg.

Torgið er nefnt til heiðurs Kvennaskólanum að Hverabökkum sem rekinn var af frumkvöðlinum Árnýju Filippusdóttur.

Skólinn stóð við torgið og því þykir það vel við hæfi að minnst allra þeirra kvenna sem þar hlutu alhliða menntun með þessum hætti.

Fyrri greinSelfossliðið vann stigakeppnina örugglega
Næsta greinSelfoss náði ekki að skora