Kvennalandsliðið í æfingabúðum á Selfossi

Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig þessa daganna af krafti fyrir Evrópumeistaramótið í Hollandi en liðið dvelur um helgina á Selfossi í æfingabúðum.

Eftir æfingu í dag var iðkendum frá Selfossi boðið til að hitta stelpurnar okkar og fá eiginhandaráritanir og myndir teknar af sér með landsliðinu.

Fjölmenni mætti og hitti stelpurnar sem gáfu sér góðan tíma í að spjalla og árita hitt og þetta.

Liðið verður við æfingar á Selfossi fram yfir helgi en eftir helgina tekur svo lokaspretturinn við enda stutt í að EM veislan hefjist í Hollandi.

Myndir frá æfingu liðsins og áritunarstundinni í Tíbrá má sjá hér að neðan á Facebooksíðu KSÍ.

Fyrri grein35 athugasemdir við Hvammsvirkjun
Næsta grein„Vinnum áfram með það sem við erum að gera vel“