Kvenfélögin gefa til heilsugæslunnar

Á dögunum heimsóttu formenn þriggja kvenfélaga í uppsveitum Árnessýslu heilsugæsluna í Laugarási og færðu stöðinni þrjá súrefnismettunarmæla.

Þær Sigrún Símonardóttir, Lára Hildur Þórsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir frá Kvenfélagi Gnúpverja, Kvenfélagi Hrunamannahrepps og Kvenfélagi Skeiðahrepps afhentu gjöfina.

Kvenfélögin hafa verið dugleg að gefa til heilsugæslunnar í gegnum árin og í frétt á heimasíðu HSu eru þeim færðar innilegar þakkir fyrir rausnaskapinn.

Fyrri greinBúið að opna Hellisheiði og Þrengsli
Næsta greinBúið að draga í bikarnum