Kvenfélögin gáfu sjúkrarúm og lyftu

Skammtímavistuninni í Álftarima 2 á Selfossi bárust á dögunum góðar gjafir frá kvenfélögunum í Flóahreppi, þ.e. fyrrum Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi

Kvenfélögin gáfu skamtímavistuninni sjúkrarúm fyrir börn og segllyftu að heildarverðmæti rúmlega 1,1 milljón króna sem safnaðist á basar félaganna fyrr í vetur.

Hlutverk skammtímavistunarinnar er að létta álagi af fjölskyldum, vera afþreying og tilbreyting fatlaðra barna, ungmenna og fullorðinna sem búa í heimahúsum. Lögð er áhersla á eflingu athafna daglegs lífs og félagsfærni.

Fyrri greinTuttugu ára afmæli „Ég verð heima um jólin“
Næsta greinÖryggi íbúa og annarra vegfarenda skerðist verulega