Kvenfélagið Hallgerður styrkir samfélagið

Þröstur Freyr Sigfússon tekur við gjöfinni til Tvistsins.

Kvenfélagskonur í Hallgerði í Fljótshlíð hafa verið duglegar að styrkja nærsamfélagið í Rangárþingi eystra á síðustu misserum.

Fyrir nokkru gaf félagið Björgunarsveitinni Dagrenningu spelkusett að verðmæti um 115.000 og sama dag komu kvenfélagskonurnar við í Félagsmiðstöðinni Tvistinum og afhentu þar tvö borð og tólf stóla að verðmæti um 135.000 krónur.

Síðastliðið vor gaf kvenfélagið Hallgerður Kirkjuhvoli á Hvolsvelli sjúkrarúm og náttborð vegna opnunar á nýrri viðbyggingu en verðmæti þeirrar gjafar var 481.000 kr. Alls hefur félagið því látið rúmlega 730 þúsund krónur renna til nærsamfélagsins á innan við ári.

Kristín Jóhannsdóttir, formaður Hallgerðar, segir að það skipti kvenfélagið alveg gríðarlega miklu máli að geta látið gott af sér leiða.

Sömu sögu má sannarlega segja af hinum kvenfélögunum fimm í sveitarfélaginu sem hafa stutt ötullega við bakið á hinum ýmsu stofnunum í samfélaginu með sínum framlögum.

Frá þessu er greint á heimasíðu Rangárþings ytra.

Fyrri greinAustan stormur í kvöld og nótt
Næsta greinHellisheiðin: Opið