Kvenfélagið gaf bingóágóða

Í lok mars afhenti Kvenfélag Laugdæla heilsugæslunni í Laugarási 100 þúsund króna peningagjöf sem var ágóði af bingói.

Það má einnig geta að á síðasta ári gáfu kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Laugdæla einnig 100 þúsund krónur til fæðingardeildar HSu á Selfossi.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé afar þakklát fyrir höfðinglega gjöf frá kvenfélaginu. Ómetanlegt sé að finna þann hlýhug sem gjöfinni fylgir og það sé styrkur fyrir starfsmenn í sínum störfum.