Kvenfélagið gaf BES fjóra iPad

Á skólasetningu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þann 22. ágúst síðastliðinn afhenti Hulda Ósk Guðmundsdóttir, gjaldkeri kvenfélags Stokkseyrar, Barnaskólanum fjóra iPad að gjöf, að verðmæti 250 þúsund króna.

Kvenfélagið hefur veg og vanda af sölu hátíðarkaffis á sjómannadag ár hvert og að þessu sinni var ágóðinn af kaffisölunni notaður í þessa höfðinglegu gjöf.

Snjallspjöld eins og iPad nýtast einstaklega vel í kennslu, sérstaklega á yngri stigum og í stuðningskennslu. Stjórnendur og starfsfólk BES kunna Kvenfélagi Stokkseyri bestu þakkir fyrir gjöfina.