Kvenfélagið endurnýjaði eyrnaþrýstingsmælinn

Kvenfélag Biskupstungna færði á dögunum heilsugæslunni í Laugarási nýjan eyrnaþrýstingsmæli að verðmæti rúmlega 715 þúsund krónur.

Tækið kemur í stað eldra tækis, sem komin var tími á að endurnýja. Gaman er að geta þess að sama félag gaf það tæki fyrir um tuttugu árum.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er þakkað fyrir höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem henni fylgir. Hún sé mikil hvatning og styrkur fyrir starfsmenn í sínum störfum.

Fyrri grein25 milljónir í vallarrekstur á árinu
Næsta greinPopup hjá Pírötum í dag