Kvenfélag Hveragerðis gaf CRP tæki á HSU

Frá afhendingu gjafarinnar. Ljósmynd/HSU

Nýverið komu nokkrar konur úr Kvenfélagi Hveragerðis á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Hveragerði og færðu heilsugæslunni CRP tæki.

Tækið mælir magn af prótíni í blóði sem lifrin framleiðir og hækkar t.d. þegar bólga mælist í líkamanum. CRP mælir hækkun ef um bólgusjúkdóma, bakteríu- eða veirusýkingar er um að ræða í líkamanum.

Tækið hefur þegar verið tekið í notkun og á án efa eftir að nýtast mjög vel.

HSU færir kvenfélagskonum innilegar þakkir fyrir stuðninginn en Kvenfélag Hveragerðis hefur stutt dyggilega við heilsugæsluna í gegnum tíðina og er sá stuðningur ómetanlegur.

Fyrri greinVanmetið að tala upphátt við sjálfan sig
Næsta greinBlæösp í Hvammi tré ársins í Hrunamannahreppi