Kveikti í rúmdýnu á Hrauninu

Fangaverðir náðu með snarræði að slökkva eld sem fangi á Litla Hrauni kveikti í rúmdýnu í klefa sínum í gærkvöldi.

Samfangi mannsins fékk reykeitrun og þurfti á súrefnisgjöf að halda auk þess sem eftirlit var haft með honum í nótt.

Málið er litið mjög alvarlegum augum, enda stefndi sá sem kveikti í lífi samfanga síns í bráða hættu með athæfinu.

visir.is sagði frá

Fyrri greinKaren fastráðin leikskólastjóri
Næsta greinBærinn styrkir Hamarskonur