Kveikt í ruslageymslu á Selfossi

Ruslageymslan var alelda þegar slökkvilið bar að garði. Ljósmynd/BÁ

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í ruslageymslu við skátaheimili Fossbúa og frístundaklúbbinn Kotið á Tryggvagötu 36 á Selfossi í nótt.

Brunavarnir Árnessýslu á Selfossi fengu boð um eldinn klukkan 5:38 í morgun og var ruslageymslan þá alelda. Eldurinn náði að læsa sig í sambyggða geymslu en þar urðu engar skemmdir innan dyra, en í geymslunni er nær allur búnaður Fossbúa geymdur.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu tengst málinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Ruslageymslan brann til kaldra kola. Ljósmynd/Fossbúar
Hornið á geymslunni og gaflinn eru kolbrunnin en ekkert skemmdist innandyra. Ljósmynd/Fossbúar
Fyrri greinHlakkar til að skipuleggja mótið í þriðja sinn
Næsta greinÚlfar Örn listamaður mánaðarins