Kveikt í gamla húsinu í Akbraut

Húsið á Akbraut í ljósum logum. Ljósmynd/Anton Kári Halldórsson

Það logaði glatt í gamla íbúðarhúsinu í Akbraut í Holtum þriðjudagskvöldið 21. júlí. Kveikt var í húsinu og æfðu slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu slökkvistörf í kjölfarið.

Bændablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Daníel Magnússyni, bónda í Akbraut, að það hafi verið sorglegt og erfitt að sjá húsið brenna. „Þetta er búið og gert og þetta var góð æfing fyrir slökkviliðið,“ segir Daníel.

Gamla húsið í Akbraut var byggt árið 1929 og við það stóð sambyggt fjós. Húsin voru komin í eigu Landsvirkjunar en stöðvarhús nýrrar Holtavirkjunar mun rísa á svæðinu.

Frétt Bændablaðsins

Fyrri greinÞór fær reyndan Litháa til að þétta raðirnar
Næsta greinLoftgæðamælir kominn upp í Reykholti