Kveikt í gámi við Sunnulækjarskóla

Sunnulækjarskóli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið var kallað á vettvang við Sunnulækjarskóla á Selfossi um hádegisbil síðastliðinn föstudag en þar var eldur í pappírsgámi.

Um minniháttar bruna var að ræða og tjón talið lítið.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að líklega hafi verið kveikt í gámnum og ljóst að af slíku getur stafað umtalsverð hætta.

Fyrri greinHamar og Selfoss töpuðu
Næsta greinTryggvi framlengir til þriggja ára