Kveikt í bíl við Lambafellshnúk

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn var kallað út um klukkan hálf sjö í morgun eftir að Neyðarlínan fékk tilkynningu um eld í bifreið við gömlu Þrengslavegamótin undir Lambafellshnúk.

Bifreiðin var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og er hún gjörónýt.

Lögreglan telur að kveikt hafi verið í bílnum en honum hafði verið stolið.

Lögregla biður alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um brunann á milli 6 og 6:15 í morgun um að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinAfla fjár með happdrætti
Næsta greinBríet, Eva Lind og Kristrún semja við Selfoss