Kveikt í bifreið á Selfossi

Eldur kom upp í bifreið á horni Kirkjuvegar og Engjavegar á Selfossi í nótt.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til ásamt sjúkraliði en lögreglumenn voru fyrstir á staðinn og slökktu eldinn með handslökkvitæki.

Bifreiðin var númerslaus og hafði staðið við gatnamótin um nokkurt skeið og bendir allt til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Fyrri greinMjög hefur dregið úr sprengivirkni
Næsta greinRagnar bestur og Basti þjálfari ársins