Kveikt á jólatrénu á Skálavíkurtúni

Jólatréð á Skálavíkurtúni. sunnlenska.is/Fjóla Signý

Í dag voru ljósin tendruð á jólatrénu á Skálavíkurtúni á Stokkseyri.

Fólk lét kulda og rok ekki á sig fá og mættu fjölmargir á þessa hátíðlegu stund og var stemningin góð að vanda.

Dansað var í kringum jólatréð, sungin voru jólalög og jólasveinar mættu glöddu börnin með nærveru sinni og góðgæti í poka.

Jólasveinar mættu og glöddu börnin. sunnlenska.is/Fjóla Signý
Dansað og sungið var í kringum jólatréð. Ljósmynd/Bragi Bjarnason
Fyrri greinHarður árekstur í Ölfusinu
Næsta greinSpennuleikur í Vallaskóla