Í dag voru ljósin tendruð á jólatrénu á Skálavíkurtúni á Stokkseyri.
Fólk lét kulda og rok ekki á sig fá og mættu fjölmargir á þessa hátíðlegu stund og var stemningin góð að vanda.
Dansað var í kringum jólatréð, sungin voru jólalög og jólasveinar mættu glöddu börnin með nærveru sinni og góðgæti í poka.



