Kveikt á jólaljósunum 19. nóvember

Jól á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 18:00 verður kveikt á jólaljósunum í Árborg við hátíðlega athöfn fyrir framan bókasafnið á Selfossi.

Sama dag opnar handverksmarkaðurinn á Jólatorginu fyrir framan Ölfusárbrú en hann verður opin allar helgar fram að jólum.

Sveitarfélagið Árborg gefur út viðburðadagatal fyrir jólamánuðinn líkt og undanfarin ár og Jólagluggarnir verða einnig á sínum stað en frá 1. des til 24. des opnar fyrirtæki eða stofnun einn jólaglugga sem inniheldur bókstaf. Börnin geta svo tekið þátt í sérstökum ratleik þar sem þau þurfa að finna hvern bókstaf og mynda setningu á þátttökublaðinu.

Jólatorgið verður opið á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 16-19 og á laugardögum kl. 13-17 fram að jólum.

Fyrri greinKirkjufjöru lokað til bráðabirgða
Næsta greinEkki meiri velta síðan í október 2007