Kveikt á jólaljósum 14. nóvember

Á síðasta fundi íþrótta- og menningarnefndar Árborgar var m.a. farið yfir skipulag hátíðarhaldanna „Jól í Árborg 2013“. Kveikt verður á jólaljósunum í Árborg þann 14. nóvember.

Athöfn verður við Ráðhúsið á Selfossi fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18:00. Jólatorgið á Selfossi opnar í Sigtúnsgarðinum laugardaginn 23. nóvember og opið verður á laugardögum fram eftir desember.

Einnig verða jólagluggarnir ásamt ratleik allan desember auk þess sem sett verður upp viðburðadagatal með þeim viðburðum sem verða í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar.

Fyrri greinÍbúðalánasjóður á 78 tómar íbúðir í Árborg
Næsta greinJohnson fór á kostum gegn Grindavík