Kúabændur funda í Þingborg

Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda verður haldinn í Þingborg í Flóahreppi í kvöld kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins er Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Á fundinum verður m.a. farið yfir einstæða söluþróun mjólkurafurða og horfur í framleiðslu og sölu næstu ár.

Framsögumenn verða Sigurður Loftsson, formaður LK, Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.

Bændur eru hvattir til að fjölmenna!

Fyrri greinGrænt kort í prentútgáfu
Næsta greinHátíð í bæ í sjötta sinn