Krossar skipverjanna af Loch Morar málaðir

Síðastliðinn laugardag komu þeir Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson og Ólafur Ragnarsson í Eyrarbakkakirkjugarð með nýmálaða krossana sex á leiði skipverjanna af Loch Morar og komu þeim fyrir á sína staði.

Togarinn strandaði við Gamla-Hraun 31. mars 1937 og allir tólf í áhöfn fórust en sex lík rak á fjörur við Eyrarbakka og voru jarðsett þar.

Þeir Siggeir, Reynir og Ólafur hafa tekið að sér að sjá um krossana næstu árin. Þessir krossar voru settir nýir á leiðin í september 2012 að frumkvæði Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar með stuðninga breska sendiráðsins í Reykjavík.

Eftir að hafa komið krossunum fyrir tóku þeir Siggeir, Reynir og Ólafur minningarkrossinn frá árinu 1998 sem Skotarnir frá Aberdeen, heimahöfn Loch Morar, komu með það ár og verður hann lagfærður og málaður. Því verki verður lokið að sögn þremenningana fyrir sjómannadag sem er sunnudaginn 11. júní næstkomandi.

Myndaalbúm á Menningar-Stað

Fyrri greinFéll í Kerinu og slasaðist
Næsta greinÁgúst Elvar ráðinn verkefnastjóri ferðamála