Kristófer ráðinn framkvæmdastjóri

Kristófer Arnfjörð Tómasson, viðskiptafræðingur á Selfossi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, hefur verið í fullu starfi hjá sveitarfélaginu síðustu þrjú ár en hann óskaði eftir lækkuðu starfshlutfalli fyrir skömmu og í kjölfarið var ákveðið að ræða við Kristófer um að taka að sér nýtt starf framkvæmdastjóra.

Kristófer starfaði síðast sem útibússtjóri Arion banka á Selfossi. Hann mun hefja störf hjá sveitarfélaginu þann 1. apríl nk.