Kristjana rannsakar Viðlagasjóðshúsin

Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt, vinnur nú að rannsóknarverkefni um enduruppbyggingu eftir náttúruhamfarir við Aalto háskólann í Espoo í Finnlandi.

Hluti af þessu rannsóknarverkefni er könnun um Viðlagasjóðshúsin sem byggð voru á um tuttugu stöðum á landinu til að mæta húsnæðisþörf Eyjamanna eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973.

Flutt voru inn rúmlega 500 einingahús og hafa þau í gegnum tíðina verið heimili margra Íslendinga, meðal annars víða í þéttbýlisstöðum á Suðurlandi.

Kristjana vonast til þess að sem flestir núverandi og fyrrverandi íbúar sjái sér fært að svara spurningum um húsin, sem bæði snúast um þróun og breytingar en einnig upplifun fólks af að búa í þeim.

Smelltu hér til að skoða könnunina

Fyrri greinRok og rigning á föstudag
Næsta grein„Við vorum heitari“