Kristjana hreppti Grímuna

Kristjana Stefánsdóttir hlaut Grímuna – Íslensku sviðslistaverðlaunin í kvöld fyrir tónlistina í sýningunni Blái hnötturinn, í sviðsetningu Borgarleikhússins.

„Ég átti sko alls ekki von á þessu. Fariði með börnin í leikhús, þetta er svo mikilvæg sýning, útaf öllu sem gengur á í heiminum í dag,“ sagði Kristjana meðal annars í þakkarræðu sinni.

Blái hnötturinn var sigurvegari kvöldsins, með fjórar Grímur, en sýningin var tilnefnd í fimm flokkum. Sýningin var meðal annars valin barnasýning ársins.

Tónlist Kristjönu í sýningunni hefur fengið mikið lof, en hún var meðal annars tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistina í sýningunni.

Auk Kristjönu voru Barði Jóhannsson, Bryce Dessner, Jónas Sen og Memfismafían tilnefnd fyrir bestu tónlistina.

Fyrri grein„Fjölmennasti skólinn frá upphafi“
Næsta greinKFR og Stokkseyri töpuðu