Kristján nýr stallari Mímis

Ný stjórn Mímis. Ljósmynd/ML

Kristján Bjarni R. Indriðason frá Ystakoti í Vestur-Landeyjum er nýr stallari nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni. Í vikunni var kjörfundur í ML þar sem nemendur kusu sér nýja nemendafélagsstjórn.

Með Kristjáni Bjarna í nýju stjórninni eru Sindri Bernholt varastallari og Kolbrá Hekla Guðjónsdóttir gjaldkeri. Ingibjörg Gísladóttir og Sigurlinn María Sigurðardóttir eru skóla- og jafnréttisfulltrúar, Karen Hekla Grönli og Sólbrá Sara Leifsdóttir árshátíðarformenn, Ásta Ivalo og Oddný Benónýsdóttir skemmtinefndarformenn, Bjarni Sigurðsson og Sigurður Heiðar Guðjónsson íþróttaformenn, Einar Ísberg tómstundaformaður, Jóna Guðlaug Guðnadóttir ritnefndarformaður og Jónína Njarðardóttir vef- og markaðsformaður.

Fyrri greinMikilvæg stig í súginn
Næsta grein„Einstakt að upplifa gestrisni Eyrbekkinga“