Kristinn ráðinn umhverfisfulltrúi

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti í gær að ráða Kristinn G. Þorsteinsson sem umhverfisfulltrúa bæjarins. Alls bárust 57 umsóknir um stöðuna.

Kristinn er menntaður garðyrkjufræðingur með víðtæka reynslu af garðyrkju, skógrækt, landgræðslu og skyldum störfum.

Capacent var falin umsjón ráðningarferlisins og fyrir fundinum í gær lá ítarleg greinargerð frá fyrirtækinu.

Fyrri greinÓlafur hættir sem bæjarstjóri
Næsta greinTaugatrekkjandi sigur í fyrsta leik