Kristinn hlaut Kjaransorðuna

Fyrir skömmu hlaut Kristinn G. Kristjánsson Kjaransorðuna, æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar á Íslandi, en það var Lkl. Hveragerðis sem veitti honum hana við hátíðlega athöfn á Hoflandsetrinu.

Er þetta í fyrsta sinn sem Lionsklúbbur sækir um orðuna einum meðlimi sínum til handa og fær.

Að auki hlaut Ingvi Karl Jónsson viðurkenningu fyrir 15 ára starf í klúbbnum en nokkru áður hafði Axel Wolfram formaður klúbbsins hlotið viðurkenningu fyrir 25 ára starf. Loks veitti klúbburinn eigendum Hverabakarís og Leikfélagi Hveragerðis viðurkenningu fyrir dygga aðstoð við klúbbinn gegn um tíðina.

Margt góðra gesta sat fundinn m.a. Kristín Þorfinnsdóttir formaður Lkl Emblu, umhverfisstjóri og frv. umdæmisstjóri, Kristinn Hannesson fyrrverandi fjölumdæmisstjóri, Benedikt Jósefsson núvernandi fjölumdæmisstjóri og margir fleiri.

Fyrri greinOddur vill óhlutbundna kosningu
Næsta greinSegir Seljavallalaug þarfnast viðhalds