Kristinn aftur til starfa í Selfosskirkju

Ritstjórn vekur athygli á því að þetta er frétt frá árinu 2014.

„Já, ég er að koma aftur til starfa í haust í Selfosskirkju. Ég hlakka mikið til og er öllum þeim fjölmörgu Selfyssingum og Flóamönnum þakklátur sem haft hafa samband við mig með einum eða öðrum hætti síðustu mánuði og hvatt mig til að koma sem fyrst.

Það líður varla sá dagur að ekki sé haft samband við mig. Þó ég hafi vissulega vitað um dýrmæta vináttu átti ég samt ekki von á þessu,“ segir Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sem er að snúa úr leyfi frá kirkjunni en hann hefur dvalið erlendis.

Hann segir að nú sé að verða aldarfjórðungur síðan hann og fjölskylda hans kom til Selfoss og á milli hans og fjölskyldu sinnar og hins vegar Selfyssinga og Flóamanna eru sterk vináttubönd sem þau meta mikils.

„Selfoss og Flóinn skipa stóran sess í lífi okkar fjölskyldunnar, þar er gott að vera,“ segir Sr. Kristinn Ágúst.

Fyrri grein149 mannvirki í byggingu
Næsta greinLélegt hey þrátt fyrir góða sprettu